NEGUS NEGUSI Í REYKJAVÍK KL.16
12.10.2008 | 12:07
Kómedíuleikarinn flytur úrval ljóða úr smiðju Steins Steinars í gömlu kafffibrennslu Ó Johnson og Kaaber Sætúni. Í gær var opnuð í húsinu myndlistarsýning Sigurðar Þóris sem hann byggir á ljóðabálki skáldsins Tíminn og vatnið en rétt er að geta þess að vegleg bók hefur komið út með verkunum í tengslum við sýninguna. Kómedíuleikarinn mun flytja ljóð úr ljóðaleiknum Búlúlala í dag m.a. samnefnt ljóð sem segir af Negus Negusi önnur ljóð sem flutt verða eru m.a. Kvæðið um veginn, Að frelsa heiminn, Í tvílyftu timburhúsi og Tindátarnir. Lesturinn hefst kl.16 í dag og er aðgangur ókeypis.