KNALL Í TJÖRUHÚSINU UM HELGINA
24.10.2008 | 10:45
Á sunnudag hefst nýr dagskrá liður hjá Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði en í vetur munum við bjóða uppá Einleikna leiklestra þar sem fluttir verða kunnir og ókunnir einleikir. Fyrsti Einleikni leiklesturinn er helgaður leikskáldinu Jökli Jakobssyni en í ár eru 75 ár frá fæðingu hans. Fluttur verður einleikurinn Knall eftir Jökul og hefst leikurinn kl. 14 á sunnudag í Tjöruhúsinu á Ísafirði en þar hefur Kómedía fengið inni í vetur. Það er leikarinn Árni Ingason sem flytur leikinn. Einnig mun Kómedíuleikarinn flytja erindi um leikskáldið Jökul Jakobsson. Aðgangur er ókeypis en boðið verður uppá kaffi og pönsur á Kómísku verði.