PÉTUR OG EINAR Í KVÖLD

Einleikurinn um frumkvöðlana Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson verður sýndur í Einarshúsi í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00. Þar fer Kómedíuleikarinn á kostum í frábæru verki sem skrifað er af Soffíu Vagnsdóttur en þar er saga athafnamanna í Bolungarvík sveipuð ævintýraljóma. Leikurinn er í senn samofinn sögu sorgar og gleði en mikil saga harma og hamingju býr í hverri fjöl hússins. Léttleiki er þó einkennandi fyrir einleikinn og söngur og gleði allsráðandi. Miðapantanir í Einarshúsi í Bolungarvík einnig er hægt að senda tölvupóst á Vertinn í Víkinni ragna@einarshusid.is Rétt er að geta þess að miðaverð á Pétur og Einar er aðeins 1.500.-kr og hefur ekkert hækkað frá því leikurinn var frumsýndur fyrr í sumar.

Bloggfærslur 6. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband