MYNDASYRPA ÚR JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR

Meistari ljósmyndaranna, Ágúst G. Atlason, var á sýningu Kómedíu á Jólasveinar Grýlusynir í gær. Að vanda var hann vel voppnaður og tók flottar myndir af ævintýri jólasveinanna. Kikkið bara á þessa slóð hér http://gusti.is/ljosmyndir/syrpur/145/6614

Takk fyrir Gústi


ÞVÖRUSLEIKIR VEIT AÐ HANS BÍÐUR ÞVARA SEM HANN FÆR AÐ SLEIKJA BARA

Þvörusleikir kom til byggða í nótt og hafði víst í nógu að snúast. Hann fékk þó góðgæti á nokkrum bæjum allavega fannst ein þvara ofan í Rice Krispís pakka í ónefnum húsi á Ísafirði. Þrátt fyrir annasama nótt mætti Þvörusleikir galvaskur í Tjöruhúsið í bítið og tók þátt í ævintýri bræðra sinna í jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir sem krakkarnir á Eyrarskjóli sáu í morgun. Ævintýrið heldur áfram um næstu helgi en þá verður sýnt bæði á laugardag og sunnudag og hefjast sýningarnar klukkan 14. Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Þvörusleikir syngur í leikritinu skemmtilega vísu sem er á þessa leið:

Þvörusleikir er nafnið mitt.

Ég dunda mér reyndar við þetta og hitt.

En mest þykir mér þó gaman,

þegar margir koma saman

og elda sér mat í potti,

þá fylgist ég með og glotti.

Ég veit þá að mín bíður þvara

sem ég fæ að sleikja bara

því ég heiti Þvörusleikir.


Bloggfærslur 15. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband