ÆÆÆ POTTASLEIKIR FESTI HAUSINN Í POTTINUM EINN GANGINN ENN

Þá er Pottasleikir komin af fjöllum. Kappinn sá lendir heldur betur í klandri í leikritinu Jólasveinar Grýlusynir. Einsog margir vita elskar hann potta en það vill nú ekki betur til en svo að þeir bræður hann og Gáttaþefur rífast um pottinn sem endar með því að Pottasleikir fær pottinn yfir höfuðið og situr þar fastur. Og þá syngur Pottasleikir:

Æ, Æ, Æ,

ég hausnum á mér ekki uppúr næ!

En viltu vita hvernig fram fer vinnan?

Ég vinn við það að sleikja pott að innan.

Mín langa breiða tunga gerir gagnið,

því betur sem að meira reynist magnið

af innansleikjunni sem eftir verður

þegar góður pottréttur er gerður!

 

Þeir sem vilja heyra allt ævintýrið vippa sér bara í Tjöruhúsið um helgina en leikurinn verður sýndur laugardag og sunnudag og hefjast sýningarnar kl.14. Miðasala á www.komedia.is

 


Bloggfærslur 16. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband