ÞJÓÐSÖGUR ÚR ÍSAFJARÐARBÆ UPPSELD
30.12.2008 | 20:55
Jólahljóðbókasala Kómedíuleikhússins gekk framar öllum vonum. Korter fyrir jól kom fjórða hljóðbókin út Þjóðsögur af Ströndum og var henni dreyft í verslanir um land allt líkt og hinar fyrri. Gaman er að geta þess að Kómísku hljóðbækurnar voru vinsælar í jólapakkann þessi jólin og nú er svo komið að helmingur verkanna er uppseldur. Þar er um að ræða tvær fyrstu hljóðbækurnar Þjóðsögur úr Vesturbyggð og Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Hinar tvær eru enn til hjá útgefanda Þjóðsögur úr Bolungarvík og Stranda hljóðbókin. Það gæti þó verið að hægt væri að næla sér í hinar uppseldu hljóðbækur í einhverjum Eymundsson verslunum, þori þó engu að lofa. Kómedía heldur áfram að gefa út þjóðlegar hljóðbækur á komandi ári og núna strax í janúar verður skundað í hljóðver á nýjan leik. Að þessu sinni verða það Þjóðsögur úr Súðavík og má eiga von á þeirri hljóðbók fyrir páska annó 2009. Hljóðbækur Kómedíu fást á heimasíðunni www.komedia.is og munið það er frí heimsending. Einnig fást Kómísku hljóðbækurnar í Eymundsson um land allt og í verslunum víða á Vestfjörðum.
Kómedíuleikhúsið óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir frábært Kómískt ár.
Kómedíuleikhúsið óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir frábært Kómískt ár.