LEIKLISTARRÁÐ STYRKIR EKKI KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ
1.2.2008 | 14:19
Jæja þá er bréfið árlega komið innum lúguna. Erum að tala um hið árlega bréf frá Leiklistarráði sem úthlutar styrkjum til atvinnuleikhópa. Kómedíuleikhúsið sótti um styrk vegna Act alone leiklistarhátíðar og sá Leiklistarráð ekki ástæðu til að styrkja EINU ÁRLEGU LEIKLISTARHÁTÍÐINA Á ÍSLANDI. Skrítið þar sem hér er verið að úthluta styrkjum til leiklistarmála. Að sjálfsögðu eru þetta mjög leiðinleg tíðindi og í raun bara höfnun frá hinu háa ráði. Vissulega setur þetta stórt strik í reikninginn, sem er alltaf jafn mikið í mínus og mun bara hækka enn meira núna. Gæti því farið svo að Act alone verði haldin í síðasta sinn núna í sumar - nema að það gerist eitthvurt kómískt kraftaverk helst í gær.