OH VIÐ HÖFUM ÞÓ GÖMLU MEISTARAVERKIN OG VERÐUM ÞÁ EKKI FYRIR VONBRIGÐUM
12.2.2008 | 14:09
Kómedíuleikarinn heldur uppá Löggugrúbbuna og þá ekki síst lögreglustjórann sjálfan, Sting. Já ég veit að hann fer í taugarnar á morgum t.d. alltaf verið að skella einhverjum jógabrandörum á hann einsog t.d. í hinni afarslöppu teiknimynd Sænfeld Bee Movie. Police plöturnar eru náttúrulega alveg geggjaðar held mest uppá þessa með skrítna nafninu, Zenyatta Mondatta, við getum því alveg duddað okkur við að hlusta á Lögguplötunar sem eru alls fimm ef ég man rétt. Allt flottar skífur og því allt í lagi þó það komi ekki ný plata við verðum allavega þá ekki fyrir neinum vonbrigðum. Hvað sóló skífur stjórans varðar sem maður hefur einmitt stundum orðið fyrir vonbrigðum þá er ...Nothing Like the Sun oftast undir geislanum.
![]() |
Police ætlar ekki að gefa út hljómdisk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ALLIR Í BÍÓ Á EGILSSTÖÐUM
12.2.2008 | 12:23
Frábært framtak hjá Kristínu og austan mönnum og konum. Listahátíðir á landsbyggð er nokkuð sem framtíð er í og ættu stjórnvöld að pæla soldið í því og setja miklu meiri monnýpeninga í þessar hátíðir. Nú þegar eru fjölmargar veglegar listahátíðir haldnar á landsbyggðinni einsog leiklistarhátíðin Act alone, Við djúpið og Aldrei fór ég suður en allar þessar hátíðir eru haldnar á Vestfjörðum. Þá eru allir hinir landshlutarnir eftir Þjóðlagahátíð fyrir norðan kvikmyndahátíð fyrir austan osfrv. Já það er sannarlega ástæða til að fylgjast vel með listahátíðunum á landsbyggðinni hér eru á ferðinni verkefni sem eru sannarlega nýsöpun og um leið atvinnuskapandi einmitt á þeim stöðum sem skórinn hefur kreppst alltof mikið síðustu ár.
![]() |
Alþjóðlegur listvafningur á 700IS í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |