ER ÞORPIÐ BESTA LJÓÐABÓK ALLRA TÍMA?

Kómedíuleikarinn liggur í ljóðum þessa dagana og þykir það nú ekki slæmt. Enda er ljóðið galdur sem getur tekið þig hvert sem er. Er reyndar að viða að sér ákveðnum ljóðum fyrir útvarpsþátt sem hann er að gera fyrir Rás eitt og verður fluttur um páskana. Í morgun hefur Þorpið eftir Jón úr Vör verið á skrifborðinu. Þetta er náttúrulega alveg geggjað rit hver smellurinn á fætur öðrum Lítill drengur, Uppboð, Hvar er þín trú, Ólafur blíðan, ofl ofl já eiginlega bara öll ljóðin eru meistaraverk. Lýsing hans á æskuþorpinu eru stórkostleg og það merkilega er að lýsingin á ekki bara við þorpið sem um er talað Patró heldur getur þetta verið hvaða þorp sem er á Íslandi, Bíldudalur, Þingeyri, Bakkafjörður eða Skagaströnd. Og pælið líka í því að þessi lýsing á þorpunum á ekki síður við í dag þar sem enn liggur straumurinn suður einsog segir t.d. frá í ljóðinu Frelsari minn: Jesús Kristur skorinn í tré er kominn í Forngripasafnið fyrir sunnan. Kómedíuleikarinn hefur nú stundum velt því fyrir sér að gaman væri að færa Þorpið á leiksvið og kannski hann láti bara verða að því. Allavega er Þorpið aftur komið á framtíðar verkefnalistann - óskalistann ölluheldur. En þá er bara spurningin eftir allt þetta lof á Þorp Jóns úr Vör. Er Þorpið besta ljóðabók allra tíma??

P.s. uppáhalds ljóðbók Kómedíuleikarans er Yfir heiðan morgun eftir Stefán Hörð og hefur verið það í tæpa tvo áratugi. Reyndar er verkið svo heilagt fyrir honum að hann hefur ekki þorað að líta í bókina síðasta áratuginn - hræddur um að skemma eitthvað.


JA HÁ ÁHUGAVERT SCARLETT BOWIE OG WAITS

Þetta verður ábyggilega mjög intresant verk og hvað þá sem fyrsta verk í músíkinni. Veit nú ekkert um músík hæfileika frú Scarlett Johansson en hitt veit ég að Bowie er bara snillingur og Waits líka. Það er líka alltaf viðburður að heyra í Bowie og hvað þá hvernig hann muni tækla Waits. Bíð spenntur.
mbl.is Bowie hjálpar Scarlett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband