HETJUR GEGGJUÐ LEIKSÝNING

Kómedíuleikarinn var veðurteptur í borginni um daginn og skellti sér í leikhús, aldrei þessu vant (er óttalega óduglegur við að kikka á sýningar - uss, ekki segja neinum samt). Fyrir valinu var leikurinn Hetjur eftir Gerald Sibleyras í Borgarleikhúsinu. Hér er á ferðinni frábært leikhúsverk þar sem textinn og efni leiksins er í aðalhlutverki, í stað tæknibrellna og undarlegra músík atriða einsog oft er og vill verða í okkar leikhúsi í dag. Já svona óþarfa pjátur og pjatt. Persónur leiksins eru aðeins þrjár en allar dregnar upp mjög skýrt og frábærlega vel túlkaðar. Leikmyndin er einföld en táknræn - semsagt ekta leikhús - satt og einfalt. Senuþjófur sýningarinnar er án efa Sigurður Skúlason sem fer á kostum og vinnur stórkostlegan leiksigur. Allir á Hetjur í Borgó - alvöru leikhús.

Bloggfærslur 7. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband