KJARVAL, ALFREÐ FLÓKI OG FLEIRI Á SIGLÓ
8.2.2008 | 17:16
LEIKLISTARRÁÐ UMDEILT
8.2.2008 | 13:05
Það er ljóst að nýjasta úthlutun Leiklistarráðs hefur vakið nokkra athygli og umfjöllun í fjölmiðlum. Er meðal annars gagnrýnt hve lítill hluti styrkja rennur til sýninga fyrir börn og unglinga. Einnig vekur athygli að fjölmargir Sjálfstæðir leikhópar sem hafa starfað í nokkur ár árið um kring og byggt upp öfluga starfsemi en fá svo ekki krónu í ár. Af þeim hópum má t.d. nefna Möguleikhúsið við Hlemm sem er í eigin húsnæði sem leikhúsið hefur byggt upp síðustu ár af miklum myndarskap og er í dag fullbúið leikhús með ljósum, miðasölu og nýjum sætum. Annar sjálfstæðu leikhópur sem fær ekki neitt frá Leiklistarráði er Stoppleikhópurinn sem hefur starfað í meira en áratug og ferðast vítt og breitt um landið með sýningar sínar. Að endingu má svo nefna Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, nema hvað þetta er nú Kómedíubloggið, sem fær að vanda kaldar kveðjur frá ráðinu sem hefur einsog greint hefur hér frá sýnt leikhúsinu lítinn áhuga allt frá stofnun. Samt er um að ræða algjöra nýsköpun enda Kómedíuleikhúsið eini sjálfstæði leikhópurinn á landsbyggðinni. Fjölmiðlar hafa hins vegar sýnt Kómedíuleikhúsinu áhuga allt frá upphafi enda hefur verið fjallað talsvert um höfnun ráðsins á leikhúsinu fyrir vestan. Eini gallinn við þessa umræðu er sá að Leiklistarráð virðist ekki ætla að tjá sig um málið og er það mjög miður. En við erum hins vegar orðin vön því - því miður.