GAGGARAR OG GÓNENDUR
9.2.2008 | 17:14
Það er einkum tvennt sem við erum upptekin af í leikhúsinu og það eru gangrýnendur og áhorfendur. Þeir fyrrnefndu eru okkur mismikilvæg kannski en geta hinsvegar haft úrslitaáhrif hve gengi sýningar varðar. Þó held ég að það hafi nú aðeins breyst sem betur fer enda er þetta bara álit eins áhorfenda en það vill bara svo skemmtilega til að segir skoðun sína upphátt í fjölmiðlum. Að lokum er það samt alltaf áhorfendur sem hafa loka svarið. En hvað um það. Alltaf gaman að nýyrðum en svo skemmtilega vill til að Kómedíuleikarinn er með svoddan um þessa tvo mikilvægu pósta leikhússins. Reynar er hann ekkert höfundur þeirra heldur Stella Blómkvist sem kallar gagnrýnandann gaggara í bók sinni Morðið í sjónvarpinu. Aggotti skemmtilega að orði komist allavega finnst okkur í leikúsinu þeir oft minna okkur á gaggandi fugla. Hitt nýyrðið kemur frá Magnúsi Pálssyni sem kallaði áhorfendur gónendur þegar Kómedíuleikarinn lék í verki eftir hann er nefnist Ævintýr og var sýnt í Nýlistasafninu árið 1997. Sá Kómíski hefur notað það orð síðan enda miklu flottara og þar að auki styttra. En úr einu í annað hver er eiginlega þessi Stella Blómkvist? Einhver.....