ÍSLENSKIR EINLEIKIR Á BIÐSTOFUR

Vá vá aðeins fimm dagar í Act alone og einleikjabærinn er farinn að taka á sig einleikna mynd. Í dag hefur Kómedíuleikarinn flakkað á milli biðstofa í einleikjabænum og haft meðferðis einleikjabókina Íslenskir einleikir sem Kómedíuleikhúsið gaf út fyrir nokkrum árum. Lesefnið á biðstofunum á Ísafirði hefur nú tekið á sig einleikna mynd því innan um Séð og heyrt, Nýtt líf, Syrpu og allt þetta má nú líka glugga í Íslenska einleiki. Einleikjabókin er nú komin á hinar ýmsu biðstofur í einleikjabænum t.d. á Sjúkrahúsið, Tannlæknastofuna, Hárkompaný, Landflutninga, Hótel Ísó, Sjóvá, Bæjarskrifstofuna ofl ofl. Það ætti því engum að þurfa að leiðast biðin á biðstofunum á Ísafirði næstu dagana.

Til gamans má geta þess að Íslenskir einleikir eru nú á sérstöku tilboðsverði í netverzlun Kómedíuleikhússins www.komedia.is aðeins fimmtán hundruð kall.

 


Bloggfærslur 27. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband