ALLT AÐ VERÐA UPPSELT Á AUKAVINNU Á ÍSÓ UM HELGINA
12.2.2009 | 16:44
Það er óhætt að segja að Tóta, miðasölustjóri LL, hafi haft í nógu að snúast í símanum í vikunni því miðasölusíminn á Aukavinnuna hefur verið rauðglóandi síðustu daga. Nú þegar er orðið uppselt núna á föstudag á Við heimtum aukavinnu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Reyndar gott betur en það því bætt var við slatta af aukasætum sem ruku út um leið. Á laugardag eru aðeins örfá sæti laus. Ekki er eftir neinu að bíða og drífa sig að panta miða á Við heimtum aukavinnu! á laugardag. Miðasölusíminn er 618 8269.