UPPSELT Á AUKAVINNU Á ÍSÓ Í KVÖLD

Uppselt er á alþýðlegu leik- og söngskemmtunina Við heimtum aukavinnu! í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld. Reyndar var líka uppselt í gærkveldi en verið er að vinna í því að koma á aukasýningum um næstu helgi. Leikurinn hefur fengið frábærar móttökur áhorfenda og geggjaða dóma. Enda er hér á ferðinni vönduð sýning byggð á efni úr smiðju galdrabræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Kómedíuleikarinn en alls koma um 20 manns að sýningunni.

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband