Þjóðlega hljóðbók í jólapakkann
19.12.2011 | 09:13
Þjóðlegu hljóðbækurnar hafa úrvals góðar viðtökur enda er hér á ferðinni vönuð útgáfa á einstökum þjóðsagnaarfi. Ekki spillir verðið fyrir en Þjóðlegu hljóðbækurnar kosta aðeins 1.999.- kr. Þjóðlegu hljóðbækurnar hafa verið vinsælar fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst æskuna sem sýnir að þjóðsagnarfurinn eldist vel. Enda er hér verið að segja frá tröllum, álfum, draugum og ýmsum furðuverum þjóðsagnaheimsins íslenska. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást í verslunum um land allt en meðal útsölustaða eru Vestfirzka verzlunin á Ísafirði, Vegamót á Bíldudal, verslanir Pennans og Eymundsson einnig er hægt að panta á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út átta Þjóðlegar hljóðbækur þær eru:
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur af Ströndum
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur
Draugasögur
Vertu svolítið þjóðlegur og gefðu Þjóðlega hljóðbók í ár.