Sundlaugamenning
17.5.2011 | 17:23
Um helgina skellti ég mér í sund með tvær af prinsessum mínum. Sem er svosem ekki í frásögur færandi alltaf jafn hressandi að fara á þessa heilsubætandi staði og ávallt segir maður við sjálfan sig að lokinni heitapottssetu ,,af hverju fer maður ekki oftar". Að þessu sinni fórum við í sundlaugina í Bolungarvík sem er í miklu uppáhaldi hjá prinsessunum því þar er nefnilega rennibraut. Hún hefur reyndar verið lokuð uppá síðkastið en nú er hægt að renna sér að nýju og var heldur betur tekið á því ætli ferðirnar hafi ekki náð hátt í þriðja tuginn. Sundlaugin á Suðureyri er líka vinsæl hér á heimilinu en þar er úrvalsfín útisundlaug ásamt sér barnalaug að ógleymdum heitum potti. Laugin á Þingeyri er líka mjög góð en þar er innilaug, góður heitur pottur og ávallt heitt á könnunni líkt og á hinum stöðunum. Að vísu var ekki boðið uppá kaffi í Bolungarvík um helgina við heitapottinn en það hefur líklega bara gleymst. Hér á norðurfjörðum Vestfjarða er því gott úrval sundstaða og engin ástæða til að bæta við fleirum, finnst mér. En öðrum sjálfsagt ekki. Auðvitað væri gaman að hafa stóra og góða sundlaug á hverjum einasta stað. Hinsvegar hafa samgöngur batnað talsvert á okkar norður svæði og nú síðast með Bolungarvíkurgöngum og því lítið mál að þurfa að aka í 20 mín til að baða sig. Byggjum heldur enn frekar upp þá góðu sundstaði sem við höfum í dag í stað þess að ætla að reka marga við erum ekki það mörg heldur að það beri sig. Fyrir skömmu var tekið upp alveg stórniðugt kerfi hvað varðar sundstaði í Ísafjarðarbæ. Nú getur þú keypt þér sérstakt kort sem gildir í allar sundlaugar bæjarins. Þetta er auðvitað málið og nú er bara að stækka dæmið enn frekar og hvetja sundlaugar Vestfjarða til að taka upp víðtækt samstarf í formi Sundlaugarkorts Vestfjarða. Þú keyptir þér bara eitt kort, gæti verið árskort eða 10 sundferðakort eða hvernig sem menn vilja, sem gildir í allar sundlaugar á Vestfjörðum. Alveg er ég sannfærður um að þetta mundi vera vinsælt og án efa fjölga gestum í sundlaugum Vestfjarða sem og auka sundlaugarmenninguna sem er bara skemmtilegt. Auk þess færi maður án efa oftar í sund á á fjölbreyttari stöðum ég hef t.d. aldrei farið í sundlaugina á Patreksfirði sem mér skilst að sé mjög flott.
Það rifjaðist lika upp fyrir mér um daginn þegar ég fann ekki kaffið í Bolungarvík þegar ég fór í ferðalag til Belgíu fyrir mörgum árum. Fór með frábærum hópi starfsfólks í Frystihúsi Bíldudals sem þá var og hét. Þar sem við vorum í Belgíu var stór og mikil sundlaugarhöll. Geysistór sundlaug sem var með öldum, já þegar heyrðist lúðrablástur í höllinni var það merki um að nú væri settur af stað öldugangur í lauginni sem varði í nokkrar mínútur. Það var voða sport að vera þá á sundi. Mest þótti mér þó varið í það að þarna var einnig hægt að tilla sér við borð og panta sér veitingar. Franskar og öl til að mynda og meira að segja höfðu þeir fyrir því að gera fyrir okkur Íslendingana kokteilsósu, eftir að við höfðum gefið þeim upp hina leyndardómsfullu uppskrift. Nú stoppa örugglega margir og hrópa haleljúa. Á nú að fara að selja vín og bús í sundlauginni líka. Já afhverju ekki? Íslensk drykkjumenning hefur breyst umtalsvert síðustu árin nú er allt í lagi að fá sér bara tvo í stað þess að fara alltaf á fyllerí einsog var hér áður og fyrrum. Þannig var þetta einmitt í Belgíunni þegar ég dvaldi í sumarparadísinni þar aldrei var neinn þarna öfurölvi ekki einu sinni við Íslendingarnir. En þetta var nú bara aukapæling margt annað mætti hugsa sér í sundlaugarmenninguna t.d. tónleika, ljóðaupplestur þar sem flytjendur eru í sundlauginni gestir á bakkanum - já það er mikilvægt að hafa gaman og njóta lífsins og það eigum við líka að gera í sundlaugunum.
Það rifjaðist lika upp fyrir mér um daginn þegar ég fann ekki kaffið í Bolungarvík þegar ég fór í ferðalag til Belgíu fyrir mörgum árum. Fór með frábærum hópi starfsfólks í Frystihúsi Bíldudals sem þá var og hét. Þar sem við vorum í Belgíu var stór og mikil sundlaugarhöll. Geysistór sundlaug sem var með öldum, já þegar heyrðist lúðrablástur í höllinni var það merki um að nú væri settur af stað öldugangur í lauginni sem varði í nokkrar mínútur. Það var voða sport að vera þá á sundi. Mest þótti mér þó varið í það að þarna var einnig hægt að tilla sér við borð og panta sér veitingar. Franskar og öl til að mynda og meira að segja höfðu þeir fyrir því að gera fyrir okkur Íslendingana kokteilsósu, eftir að við höfðum gefið þeim upp hina leyndardómsfullu uppskrift. Nú stoppa örugglega margir og hrópa haleljúa. Á nú að fara að selja vín og bús í sundlauginni líka. Já afhverju ekki? Íslensk drykkjumenning hefur breyst umtalsvert síðustu árin nú er allt í lagi að fá sér bara tvo í stað þess að fara alltaf á fyllerí einsog var hér áður og fyrrum. Þannig var þetta einmitt í Belgíunni þegar ég dvaldi í sumarparadísinni þar aldrei var neinn þarna öfurölvi ekki einu sinni við Íslendingarnir. En þetta var nú bara aukapæling margt annað mætti hugsa sér í sundlaugarmenninguna t.d. tónleika, ljóðaupplestur þar sem flytjendur eru í sundlauginni gestir á bakkanum - já það er mikilvægt að hafa gaman og njóta lífsins og það eigum við líka að gera í sundlaugunum.