Ekki leggja við Hörpu
10.6.2011 | 11:06
Familían kikkaði í Hörpu í gær meira um það síðar, nú skiptir meira máli að láta vita af því að það MÁ EKKI LEGGJA VIÐ HÖRPUNA. Við vorum svo óheppinn að leggja þar fyrir utan og þegar við komum út voru tveir stöðumælaverðir að sekta alla bílana sem voru fyrir utan bygginguna. Ég skildi ekki alveg enda hvergi merkt að það megi ekki leggja þarna. En þegar ég spurði bílastæðagæjanna svaraði hann heldur þurr á manninn og stuttur í spuna: Þú átt að leggja hinu megin t.d. í Kolaportinu. " Svo var hann rokinn að skrifa næstu sekt. Þetta finnst mér alveg útí hróa. Byrjið á því að setja upp merkingar um að það megi ekki leggja þarna ekki fara svona illa með náungann nóg er nú samt. Minnir mann á eitthvað land í austri svona framkoma.