Nýtt leikrit um Jón Sigurðsson frumsýnt á Hrafnseyri 17. júní kl.17

Kómedíuleikhúsið frumsýnir á Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní kl.17 nýtt leikverk um Jón Sigurðsson. Einsog öllum er kunnugt er 200 ára afmæli þjóðhetjunnar nú í ár og er leikurinn sérstaklega saminn í tilefni þess. Sýnt verður á söguslóðum á Hrafnseyri nánar tiltekið í kapellunni. Önnur sýning verður sunnudaginn 19. júní kl.17 og gaman er að geta þess að aðgangur að sýningunni er ókeypis í boði Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar.
Afmælisleikurinn nefnist Jón Sigurðsson strákur að vestan. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, búninga og leikmuni gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir og leikstjórn er í höndum Ársæls Níelssonar.
Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjuna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekkja allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En hver var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað var það sem mótaði hann og gerði hann að öflugum talsmanni þjóðarinnar? Í þessu verki fáum við að kynnast piltinum Jóni Sigurðssyni, æskuárunum á Hrafnseyri og tímanum áður en hann hélt úr Arnarfirði á vit nýrra og sögulegra ævintýra.

Bloggfærslur 16. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband