Bæjar- og listahátíðir á Vestfjörðum í sumar
4.6.2011 | 01:22
Það ætti engum að þurfa að vanta eitthvað að gera sem heimsækir Vestfirði þetta sumarið. Fjölmargar fjölbreyttar bæjar- og listahatíðir eru um allan kjálkann nánast hverja helgi í allt sumar. Til að nefna það helsta, en gleymi þá öruggulega einhverju og glöggir lesendur mega þá bæta því við, þá kemur hér yfirlit yfir bæjar- og listahátíðir á Vestfjörðum sumarið 2011.
2. - 5. júní Patreksfjörður
Sjómannadagshelgin - flottasta hátíðin er án efa á Patreksfirði, þar hefur markvist verið unnið að því að efla þennan merkilega dag sjómanna og hefur hátíðin bara stækkað.
10. - 12. júní. Patreksfjörður.
Skjaldborg hin einstaka heimildarmyndahátíð sem vakið hefur mikla athygli enda bara flott hátíð, heiðurgestur í ár er meistari Ómar Ragnarsson.
17. júní. Hrafnseyri við Arnarfjörð
Hvað er meira viðeigandi en vera á heimabæ Forsetans á fæðingardegi hans en í ár er kappinn 200 ára. Fjölbreytt hátíð m.a. mun yðar einlægur frumsýna leikverk um Nonna sem er sérstaklega saminn fyrir festivalið.
21. - 26. júní. Ísafjörður
Klassíska tónlistarhátíðin Við Djúpið vönduð dagskrá með intresant masterclössum - hátíð sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ágæti.
23. - 26. júní. Bíldudalur
Í ár er heil baun og þá er haldin hátíðin Bíldudals grænar baunir, dagskrá í höndum heimamanna og veðrið - það verður magnað enda veðursældin þar allra best á landinu öllu.
1 - 3. júlí. Hólmavík
Sjöunda árið í röð fara fram Hamingjudagar á Hólmavík, geggjað stuð.
1. -3. júlí. Dýrafjarðardagar
Dúndurskemmtileg fjölskylduhátið og næsta víst að þú hittir víkinga.
2. júlí Bolungarvík
Markaðsdagar eru skemmtilegir og í ár mun Listahátíðin Æringur setja svip sinn á markaðinn.
9. - 10. júlí. Selárdalur í Arnarfirði
Ef þú hefur ekki komið í Selárdal þá áttu mikið eftir. Eitt flottasta félag þjoðarinnar Félag um endurreisn listasafns Samúels í Selárdal blæs til menningarhátíðar í dalnum.
22. - 24. júlí. Tálknafjörður
Tálknafjör og þar verður pottþétt fjör.
6. ágúst. Holtsfjara í Öndundarfirði
Eitt af trompu hátíðanna. Sandkastalakeppni í Holti. Þarf að segja meira.
12. - 14. ágúst. Ísafjörður - Hrafnseyri Arnarfirði
Eina einleikjahátíð landsins og ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar ACT ALONE haldin áttundar árið í röð. Fjöldi innlendra og erlendra einleikja. OG það einleikna er að það er ÓKEYPIS INNÁ ALLAR SÝNINGAR HÁTÍÐARINNAR.
26. - 28. ágúst. Súðavík
Má ég kynna Bláberjadagar - þarna verður maður sko að vera.
Velkomin vestur og góða skemmtun í allt sumar.