Zurgur á Þingeyri

Það verður mikið stuð og húllumhæ á Þingeyri núna um helgina en þá fer fram hin árlega bæjarhátíð Dýarfjarðardagar. Að vanda er boðið uppá fjölbreytta dagskrá fyrir alla familíuna. Kómedíuleikhúsið sýnir m.a. verðlaunaleikinn Gísli Súrsson á útivíkingasviðinu og vinsælasta ábreiðusveit Vestfjarða Megakukl verður með megakonsert í Hallargarðinum. Síðast en ekki síst mun nýjasta leikhús Vestfjarða frumsýna sitt fyrsta verk. Leikhúsið er skipað æskunni í vinnuskólanum á Þingeyri og heitir því skemmtilega nafni Zurgur. Hver er nú það spyrja eflaust margir? Jú, Zurgur er persóna úr hinni frábæru teiknimynd Leikfangasaga og er kappi þessi faðir Bósa ljósárs. Frumsýningin verður í grillveislunni á útivíkingasvæðinu á laugardeginum. Leikurinn nefnist Dýri og félagar og fjallar um landnámsmennina fjóra í Dýrafirði. Þá Dýra, Eirík, Véstein og Þórð. Leikstjóri og höfundur er Elfar Logi Hannesson.
Sýningar á Dýri og félagar verða á dagskrá þrisvar í viku í júlí á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.30 alla dagana. Sýnt er á útivíkingasviðinu og er aðgangur að öllum sýningunum er ókeypis.

Zurgur á Þingeyri

Það verður mikið stuð og húllumhæ á Þingeyri núna um helgina en þá fer fram hin árlega bæjarhátíð Dýarfjarðardagar. Að vanda er boðið uppá fjölbreytta dagskrá fyrir alla familíuna. Kómedíuleikhúsið sýnir m.a. verðlaunaleikinn Gísli Súrsson á útivíkingasviðinu og vinsælasta ábreiðusveit Vestfjarða Megakukl verður með megakonsert í Hallargarðinum. Síðast en ekki síst mun nýjasta leikhús Vestfjarða frumsýna sitt fyrsta verk. Leikhúsið er skipað æskunni í vinnuskólanum á Þingeyri og heitir því skemmtilega nafni Zurgur. Hver er nú það spyrja eflaust margir? Jú, Zurgur er persóna úr hinni frábæru teiknimynd Leikfangasaga og er kappi þessi faðir Bósa ljósárs. Frumsýningin verður í grillveislunni á útivíkingasvæðinu á laugardeginum. Leikurinn nefnist Dýri og félagar og fjallar um landnámsmennina fjóra í Dýrafirði. Þá Dýra, Eirík, Véstein og Þórð. Leikstjóri og höfundur er Elfar Logi Hannesson.
Sýningar á Dýri og félagar verða á dagskrá þrisvar í viku í júlí á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.30 alla dagana. Sýnt er á útivíkingasviðinu og er aðgangur að öllum sýningunum er ókeypis.

Bloggfærslur 1. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband