16 sýningar 16 staðir 16 dagar

Kómedíuleikhúsið er nú að undirbúa haustleikferð um Vestfirði og Vesturland með tvo af sínum vinsælum leikjum. Ferðaplanið er fjölbreytt en alls verða sýndar 16 sýningar á 16 stöðum á 16 dögum. Fyrsta sýning verður föstudaginn 9. september og eftir það verður sýnd ein sýning á dag allt til laugardagsins 24. september. Sýndir verða leikirnir Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Báðir leikirnir hafa verið sýndir við frábærar viðtökur en einnig er gaman að geta þess að söguhetjur leikjanna tengjast að öllum líkindum sterkum böndum. En talið er að Jón og Bjarni séu fóstbræður þó ekkert sannað en margt bendir til þess. Sýningarplanið verður birt von bráðar fylgist því vel með.

Bloggfærslur 21. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband