Kómedíuleikárið 2011 - 2012 á teikniborðinu

Ágúst er jafnan spennandi tími fyrir marga og einkum í leikhúsheiminum. Afhverju? Jú nýtt leikár framundan. Við í Kómedíuleikhúsinu erum nú að undirbúa nýtt Kómískt leikár annó 2011 - 2012. Það verður margt spennandi á döfinni hjá okkur á leikárinu og munum við kynna það hér á Kómedíublogginu í september byrjun. Gaman væri að nefna ný kómísk stykki hér en geymum það um stundarkorn. En við erum hinsvegar ávallt opin fyrir hugmyndum og öllum er velkomið að aðstoða við að móta leikár Kómedíuleikhússins eina atvinnuleikhús Vestfjarða sem sýnir þó um land allt og oft víðar. Eitt er víst það verður sannkölluð Kómedía leikárið 2011 - 2012.

Bloggfærslur 7. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband