Leiksýningar í Sjóræningjahúsinu

Kómedíubræður eru á ferð og flugi um Vesturland og Vestfirði með tvær leiksýningar í farteskinu. Þegar hafa verið heimsóttir sjö staðir og sýndar jafnmargar sýningar. Í kvöld er röðin komin að Patreksfirði sýnt verður í hinu vinsæla Sjóræningjahúsi og hefst sýningin kl.20. Miðaverðið er að vanda kómískt aðeins 1.900.- kr. Tvær sýningar eru á dagskránni sem báðar hafa sterka vestfirska tengingu og raunar tengjast sögupersónur leiksins blóðböndum því mjög líklegt að þeir séu hálfbræður. Í leikjunum er fjallað um æskuár frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar og tíma hana á Rafnseyri, áður en hann fór að sigra heiminn. Seinni leikurinn er um kappann Bjarna Þorlaugarson eða Bjarna á Fönix einsog hann er betur þekktur. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins eru:

Laugardagur kl.20 Tálknafjörður - Dunhagi
Sunnudagur kl.20 Bíldudalur - Vegamót
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar


Bloggfærslur 16. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband