Mættum við fá meira lystrán
1.2.2025 | 14:53
Datt heldur betur í lystapottinn um daginn nær ég fór í hina þörfu verslun Góða hirðinn. Fer ávallt beint í bókadeildina og týni mér þar löngum stundum. Svo er þetta einsog svo oft áður annaðhvort finnur maður eitthvað eða bara ekki neitt. Nú gjörðist hið fyrrnefnda haldiði bara ekki að hafi náð í allmörg blöð hins merka listtímarits Lystræninginn er kom út um 7 ára skeið 1975 - 1982. Átti nokkur listablaðana í safni nínu í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins en nú bættust enn fleiri í það góða listabóka-leikskrá og blaðasafn. Ég elska það alveg að flétta þessum lystaræningja. Það má alveg segja að þar hafi þeim tekist er þeir rituðu í blaðið: Lystræninginn vill skoða veröldina, segja frá henni í mynd, söng eða sögu eða greinum. Það dásamlega var að hér var það listaveröldin sem var undir og sannlega á breiðum grunni allt frá djazz til leiklistar.
Á liðinni öld var nefnilega allmikið um sérstök listablöð og má þar nefna mitt uppáhald Leikhúsmál er leikjöfurinn Haraldur Björnsson gaf út í rúman áratug um miðja liðna öld. Allt þetta gjörist fyrir alnetið en samt velti ég fyrir mér hvort umræða, umfjöllun og almennar pælingar um listir hafi verið meiri hér á landi fyrir nettíma?
Um daginn féll frá alltof snemma menningarblaðamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson, góða ferð minn kæri. Það væri nú vel við hæfi að fara að kikka dulítið á hvort væri nú ekki hægt að punta soldið meira uppá menningar, eða höfum það heldur listumfjöllun í fjölmiðum í dag. Geta þarf þó þess sem enn er. Sérstakar menningarsíður eru í Morgunblaðinu og er það vel. Einnig hefur Samstöðin verið að standa sig vel í umfjöllun um listir.
Ólíklegt má þó tejast að tilkomi nýtt prentað listablað einsog Lystræninginn en það eru fjölda mörg tækifæri til að lystrænast. Í útvarpi, sjónvarpi, hlaðvarpi og já allsstaðar þar sem varpa má ljósi á hina margbreytilegu list á Íslandi og munum þá líka eftir landsbyggðinni. Það er nefnilega geggjuð list í gangi á landsbyggð í dag.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)