Nýr hringur ný tækifæri eða kannski bara annað tækifæri

Góður vinur minn, sem er sko engin vitleysingur, hefur þann góða sið að óska manni til lukku með afmælið í þessa veru: Til lukku með liðinn hring og vegni þér vel með nýja árshringinn. Nýttu tækifærin sem koma en vertu líka til í að taka á móti þessu óvænta og hvað þá öllum ævintýrunum á komandi hring. Þetta verður stuð.

Eftir því sem mínum árshringjum fjölgar þá finnst mér þetta svo gott veganesti fyrir komandi ár. Að fara hringinn á einu ári er nefnilega alveg dásamleg upplifun og þetta óvænta getur vissulega verið kvíðandi, örgrandi og vakið upp ýmsar pælingar í kolli manns. En það er þetta að takast bara á við það eða einsog afadrengurinn sagði eitt sinn. Það er bara að feisa það. 

Árshringur manns er vissulega breytilegur og það er einmitt það geggjaða við tilveruna. Stundum gæti maður nú bara verið staddur í slagara Johnny Cash í eldhringnum sjálfum í Ring of fire. En á öðrum tíma í texta eftir sveitunga minn og stórskáldið Hafliða Magnússon er orti: Við förum hring eftir hring. 

Ég hlakka til að snúast með nýja árshringnum mínum er hófst einmitt í gær og enn stefni ég að því að vakna kátur að morgni og til í að feisa daginn.

Myndin hér fylgjandi er Charles Fazzino, sem ég þekki eitt neitt, en er höfundur þessa mæta listaverks er hann nefnir One world...The Circle of life. hringur tilverunnar


Bloggfærslur 5. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband