List verður eigi til á einni nóttu því síður fyrir haddegi
1.3.2025 | 15:31
Var að lesa sögu hins merka lista- og hugvitmanns Leonardo da Vinci. Sá átti sannlega fleiri klukkutíma en mörg okkar. Reyndar á það nú oft við margt listafólkið að það er einsog þeirra tími sé dugdrígri en margra. Þó ekki þannig að það sé bara verið að drífa hlutina af, nei það er eigi háttur einlægra listamanna á borð við Vinci. Hvað haldið þið t.d. að hann hafi verið lengi að gera sitt þekktasta verk Mona Lisa sem er líklega kunnasta listaverk allra tíma? Gef ykkur vísbendingu hafið töluna frekar í árum en dögum. Sönn listaverk eru ekkert dags Rómar dæmi. Því da Vinci var þrjú ár að gera sína Monu Lisu.
Datt þetta bara í hug svona til að minna á mikilvægi listamannalauna.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)