Lístahátíðarlandið Vestfirðir
28.3.2025 | 13:24
Af listum hafa þeir nóg fyrir vestan en samt er aldrei nógu mikið af list. Það er eitt atvinnuleikhús, nokkur áhugaleikfélög, fullt af kórum, hljómsveitum og músíköntum, hér starfa skáld og blekbændur, myndlistarflóran er fjölskrúðug og svo hefur kvikmyndadeildin vestfirska verið að vaxa síðustu ár. Svo eru það listahátíðirnar sem eru hvorki færri en kannski fleiri, ef ég hef máske gleymt að telja einhverja já svo mikill er fjöldin, 8 listahátíðir eru haldnar á Vestfjörðum. Sú nýjasta hófst bara í gær og er um leið eina ritlistahátíðin og ber hið viðeigandi heiti Bókmenntahátíð Flateyrar. Fjölbreytt dagskrá þar sem fram koma m.a. skáldin Gerður Kristný, Maó Alheimsdóttir og síðasts en ekki síst stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar Helen Hafgnýr Cova.
Öldungar listahátíðanna eru tveir en það eru Act alone hin einstaka leiklistar- og listahátíð á Suðureyri og alþýðurokkhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Báðar stofnaðar árið 2004 og hafa verið haldrnar árlega síðan. Hinar fimm hátíðirnar eru hinar ísfirsku Pifff kvikmyndahátíð og tónlistarhátíðin Við djúpið. Svo eru það Patreksfjarðarhátíðirnar Alþjóðlega píanóhátíð Vestfjarða og Blús milli fjalls og fjöru.
Sérstaka athygli vekur að margar af þessum vestfirsku listahátíðum hafa jafnað aðgengi Vestfirðinga og í raun landsmanna allra að listum óháð efnahag því ókeypis er á viðburði margra þeirra. Það er náttlega einstakt og skiptir gífurlega miklu máli. List á ekki að vera lúxus og aðeins fyrir þá er hafa bólgnar pyngjur heldur á listina að vera fyrir alla.
Nú vita margir og allavega þeir listelsku hvar best er að búa.
Öll velkomin í listahátíðarlandið Vestfirði.