Systkynin fyrirsjáanleiki og óvissa
4.3.2025 | 10:36
Í viku fyrirsjáanleikans er gott að velta vöngum um hið fyrirséða og systur þess sjálfa óvissuna. Það er fyrirséð hvernig fyrstu þrír dagar vikunnar eru. Í gær át maður bollur, í dag etur maður á sig gat og á morgun verður fagur söngur æskunnar við dyrina. Í þessa fyrir séðu árlegu daga blandast svo vissulega ávallt einhver óvissa. Enda væri ekkert gaman ef við vissum ávallt handrit daxins áður en hann hefst. Þá værum við bara einsog hinn ágæti leikari Bill Murray í hinni frábæru kvikmynd Groundhog Day. Vekjaraklukkann vekur okkur ávallt með sama laginu í úttvarpinu og svo heldur bara dagurinn áfram alveg einsog dagurinn í gær og dagurinn þar á undan og dagurinn.... Heldur kýs að hafa daginn einsog Pétur Pan þar sem, dagurinn í dag er glænýtt ævintýr.
Hjá okkur í Steininum á Þingeyri, sko Grásteininum, hvar við hjónin búum dvelur nú Belgískur listamaður reyndar ættaður til hálfs í Kongó. Hann elskar Þingeyri er hér í þriðja sinn og segir ástæðuna vera einfalda. Hér er svo gott að skapa. Get ekki verið meira sammála honum og átta mig bara ekki á því að ríkisappartið fari ekki með landsbyggðinni í það þarfa verkefni að efla listir á landsbyggð. Þá ekki síst atvinnulistir. Það má kannski segja að við séum miklu heldur í fangi systur fyrirsjáanleikas í ótryggum faðmi ósvissunnar sem eru að fást við listina á landsbyggðinni. Það er enda lítill sem engin fyrirsjáanleiki í listum á landsbyggð svona yfirleitt. Eina sem er fyrirstjánalegt og hefur verið um langa hríð eru ríkislistastofnanir sem allar hafa bústað í borginni. Engin á landsbyggð. Stundum finnst mér ég bara vera staddur í skáldverki Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími.
Er ekki komi tími á að veita landsbyggð á landsbyggð einhverja von, þó eigi væri nema smá dass af fyrirsjáanleika.