Að halda sig að lista verki

Það er eigi nóg að maður þurfi að halda sig að verki nær maður starfar sem listamaður. Heldur og síður er það þetta að koma sér að verki. Það er nú meira en að segja það. Tvö stórverk og þá þarf bara að gera einsog einhver mjög bræt aðili sagði að hefjast handa. Listavinna er samt ekki einsog margar vinnur, maður geti ekki bara sest niður við skrifborðið og byrjað að skrifa reikninga einsog einhver dugmikill gjaldkeri í fullu starfi. Eða jú þetta er eiginlega samt þannig að ef maður starfar við skriftir þá er það eina að gjöra að setjast bara niður og byrja að skrifa. Eigi ólíklegt að fyrstu blaðsíðurnar fari bara í glatkistuna en svo allt í einu byrjar eitthvað að gjörast, andinn kemur yfir mann og svo bara gleymir maður að mæta heim í kveldmat. 

Mín mesta kennsla við þessi tvö listansverkefni, að koma einhverju í verk, koma sér að verki og halda sig auk þess að verki upplifði ég sumarið 1999. Þá starfaði ég sem leikstjóri unglingaleikhússins Morrans á Ísafirði. Við höfðum æfingaaðstöðu í hinni merku listastofnun Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á sama stað en í öðru kennslurými var að æfa sig þetta fagra sumar á Ísafirði píanóleikari að nafni Vladimir Ashkenazy. Nema hvað ávallt var hann mættur á undan okkur í leikhúsinu og byrjaður að æfa sig og hann æfði sig allan daginn og gott ef hann fór ekki síðastur út í lok dags. Betri skólun var eigi hægt að fá í listinni fyrir ungan listamann einsog mig, sko á þeim tíma og síðan hef ég ávallt huxað til sumarsins á Ísafirði og Ashkenazy þegar ég er eitthvað að vorkenna sjálfum mér fyrir að koma mér að verki í listinni. Fyrst að vakna svo að hefjast handa. 


Bloggfærslur 6. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband