Handvirkir Þingeyringar
8.3.2025 | 15:17
Ég er líkur karli föður mínum að mörgu, báðir þokkalega velvirkir framkvæmum fyrst og huxum svo. Við eru líka báðir aðeins með þumalputta þýðir varla að setja okkur í að negla einn nagla eða saga spýtu hvað þá að mála herbergi. Hinsvegar erum við báðir mjög góðir að vaska upp og skúra.
Það er því doldið kómískt að minn betri helmingur er snillingur í höndunum enda leikur allt í hennar örmum og allt verður að list. Enda er hún frá Þingeyri og þar búa skal ég bara segja ykkur einstaklega mikið handverksfólk. Hér hafa lengi verið bókbindarar og það nokkrir og vitanlega er konan mín líka í bókbandi. Svo ef ykkur vantar að láta binda inn fyrir ykkur þá bara bjallið í mig, já það er hitt sem við pabbi kunnum og það er að selja enda kaupmenn langt aftur í aldir en engin sjómaður. Við getum þó alveg verið sjóvmenn enda höfum við feðgarnir afskaplega gaman af lífinu. Allir í fjölskyldu konu minnar eru snillingar í höndunum, tengdamamma prjónar frá morgni til kvelds ábyggilega tvö sokkaapör fyrir haddegi og eina peysu hinn hluta daxsins. Tengdapabbi er töframaður og getur lagað allt hvort heldur það eru bifreiðar eða þvottavélar. Enda af þeirri kynslóð sem lagar hlutina. Hendir þeim ekki ef eitthvað smá bilar einsog nú er soldið móðins. Svo er hann líka eldsmiður og það er líka sonur hans og svo vitanlega konan mín. Núna er einmitt í gangi eldsmíðanámskeið í gömlu smiðjunni á Þingeyri. Svo það er funheitt á Þingeyri í dag einsog það er nú allajafna sólin skín og allir í stuði.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)