Barnaleikhús á Íslandi í útrýmingahættu

Í dag er Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn sem haldin er árlega um heim allan og líka hér en kannski verður það einsog í kvæðinu eftir Stein Steinarr ,,ekki meir, ekki meir". Því miður er skilningur á barnaleikhúslistinni í menningarráðuneytinu við Sölvhólsgötu minni en pínulítið. Nýjasta dæmið er síðasta úthlun Leiklistar(vina)ráðs þar sem engar barnaleiksýnignar fengu úthlutun ekki einu sinni Möguleikhúsið sem hefur starfað ötulega og í raun rutt brautina fyrir barnaleikhúsmenningu á Íslandi í gengum síðustu áratugi. Hvað veldur? Kannski einkum það að stefna í þessum málum einsog ég nefndi í síðustu blogg færslu er engin. Svo fáranlegt sem það er. Síðustu árin hafa Möguleikhúsið og fleiri hópar t.d. mitt Kómedíuleikhús heimsótt leik-grunn- og framhaldsskóla með leiksýningar. Já bara komið með leikhúsið í skólana sjálfa. Þannig hafa margir kynnst leikhúsinu í fyrsta sinn. En einsog háttur er í pólitíkinni þá er náttúrulega byrjað á því að skera niður í menningar og menntamálum og í dag eru þessar sýningar í skólum ,,ekki meir, ekki meir" því liðurinn í skólanum ,,kaup á leiksýningum" fór undir pennastrikið. Og um leið er kippt fótunum undir starfsemi fjölmarga sjálfstæðraleikhópa. Sem er nú samt ekki alvarlegasti þátturinn í þessum niðurskurði heldur miklu frekar það að nú er leikhús fyrir æskuna orðinn munaðarvara og aðeins þeir sem eiga eitthvað aflögu af monnípeningum fá tækifæri til að ,,borga" sig inná sýningar. Eða raunar er það nú ekki undir þeim komið heldur frekar okkur uppalendum. Það hefði verið gaman að fagna og gleðjast á þessum Alþjóðlega barnaleikhúsdegi en því miður er það ekki í boði og enn sem komið er höfum við ekki heyrt nein gleðitíðindi frá Sölvhólsgötu. Nú er bara að vona að barnaleikhús á Íslandi hljóti ekki sömu örlög og Geirfuglinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Rangt Elfar, þrátt fyrir niðurskurð og óáran höfum við áfram sirkus Gnarr í Ráðhúsinu í Reykjavík og ekki má gleyma Alþingi, besta barnaleikhús hins unga lýðveldis. Er ekki Kata litla í Sölvhólsgötu líka öðru hvoru með einþáttunginn Spara, spara, af því bara?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2011 kl. 22:14

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

ég játa - áhugaleikararnir hafa tekið völdin

Elfar Logi Hannesson, 21.3.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau eru mörg leikhúsin en þessi tvö í ráðhúsinu og alþingi teljast varla til barnaleikhúsa.  En ef til vill má segja að uppákoman kring um skólana sé farsi i sjálfu sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

þetta er bara tragíkómedía hvurning apparötin standa að barnamenningu almennt - sem er undarlegt því hér er um mjög mikilvæga njótendur að ræða

Elfar Logi Hannesson, 21.3.2011 kl. 12:52

5 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

skondið í dag kom innum lúguna hjá mér hinn árlegi danski barnaleikhúsbæklingur Den röde brochure þar sem upplýsingar um sýningar fyrir skóla í Danveldi eru í boði hverju sinni - bæklingurinn hefur ekkert minnkað né þynnst frá því í fyrra, enda hafa Danir verið með markvissa stefnu hvað varðar barnaleikhús

Elfar Logi Hannesson, 21.3.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband