Menningarárás á Ísó

Það verður sannkölluð menningarárás í menningarbænum Ísafirði núna um helgina. Í kvöld frumsýnir litli leikklúbburinn leik-og söngvasjóvið Á skíðum skemmti ég mér í Edinborgarhúsinu svo gott sem uppselt er í kvöld þegar þetta er párað. Hér er á ferðinni leikandi hress sýning þar sem brugðið er upp mynd af stemmaranum á Íslandi á sjöunda áratugnum í gegnum músíkina og leik og sprell. Þeir eru ófáir dægurlagasmellirnir á sjöunda áratugnum og margir þeirra eru enn hittarar í dag. Nægir að nefna lög á borð við Segðu ekki nei, María Ísabell, Í sól og sumaryl, Spánardraumur, Í kjallaranum, Þú ert minn súkkulaðiís, Hoppsa bomm eða Á skíðum skemmti ég mér einsog við þekkjum það betur og hér eru aðeins nokkrar dægurflugur nefndar. Stór hópur listamanna stígur á stokk sjö leikarar og söngvarar og jafnmargir eru í hljómsveit hússins. Önnur sýning er á morgun og svo verður sýnt allar helgar alveg fram yfir páska. Þetta er 81. verkefni Litla leikklúbbsins en félagið hefur verið á miklu flugi síðustu ár og sýndu meðal annars fyrir áramót Emil í Kattholti sem var sýnt við fádæma vinsældir. En það er meira í gangi í menningunni á Ísó um helgina því á sunnudag opnar nýtt gallerý er nefnist Fjör 10 þrep. Gallerýið er til húsa í Listakaupstað, Norðurtanga, á þriðju hæð. Opnunarsýning gallerýsins er Ein stök hús. Þar sýna dýrfirsku listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir verk sín byggð á eyðibýlum á Vestfjörðum. Marsibl sýnir teikningar en Jóhannes ljósmyndir en hvert eyðibýli er fangað útfrá sama sjónarhorninu. Eyðibýli á Vestfjörðum eru fjölmörg og má í þessari sýningu sjá fyrrum mannabústaði frá Arnarfirði, Dýrafirði og Ísafjarðardjúpi. Sýningin Ein stök hús opnar kl.14.01 á sunnudag og allir velkomnir. Boðið verður uppá veitingar að hætti efnisins rúgbrauð með kæfu og brauð með púðusykri og svar kaffi til að skola þessu niður með. Eftir opnunina verður sýningin opin á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 15 - 17 og á laugardögum frá kl. 13 - 15. Já, þetta er nú bara svona einsog maðurinn sagði - menningin er málið og hér vestra er menningin okkar stóriðja. Góða menningarlega helgi og velkomin á ísó.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Virkilega spennandi, og ég er að fara í leikhús í kvöld og hlakka óskaplega til.  Ég veit að það verður rosagaman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband