Börn og menning

Innum lúguna í Túninu heima var að koma hið ágæta tímarit Börn og menning. Blaðið er gefið út af IBBY á Íslandi sem er félagsskapur áhugafólks sem vill efla barnamenningu og er ég stoltur félagi þessa merka félagsskapar. Blaðið er að vanda stútfullt af vönduðu efni um barnamenningu en að þessu sinni eru Múmínálfar Tove Jansson í aðalhlutverki. Sögurnar um Múmínálfana eru meðal þess besta sem komið hefur út í norrænum barnabókmenntum að mínu mati kannski næst á eftir verkum Astrid Lindgren. Einnig er fjallað um leiksýningar fyrir börn í blaðinu. Að mínu áliti er barnamenning ein mikilvægasta menningin í landinu okkar og já líka bara í heiminum öllum. Hvað er það sem skiptir okkur mestu eru það ekki litlu króarnir okkar og fjölskyldan öll. Ekkert er skemmtilegra en að skella sér í leikhús öll fjölskyldan eða þá að lesa bækur saman. Þessa dagana er sannkallað Kaftein ofurbrókar æði heima en ofurbrókarbækurnar eru á náttborðinu hjá yngstu dóttur minni. Þessar sögur eru algjör gullmoli og ég og frúin keppumst um að fá að lesa á kvöldin. Það skiptir mjög miklu máli að við getum boðið æskunni uppá vandaða og fjölbreytta menningu um land allt. Því ef þau fá ekki að kynnast menningunni í æsku hvenær þá? Þrátt fyrir að barnamenning eigi rétt á sér þá verð ég að viðurkenna að hið háa Menntamálaráðuneyti hefur staðið sig miður vel í að stiðja við bakið á henni. Nægir að nefna hve illa ráðuneytið stendur sig í að stiðja við leiksýningar fyrir börn. Ár eftir ár dissar Leiklistarráð leiksýningar fyrir börn, mesta lagi að ein sýning fái nokkrar kúlúr - en bara nokkrar - það kostar jú svo lítið að búa til leiksýningu fyrir börn. Í tuttugu ár hafa hugsjónaaðilar barist við að reka sérstakt barnaleikhús hér á landi sem stjórnvöld hafa í raun hafnað. Hafnað pælið í því - sjálft Menntamálaráðuneyti vill ekki að æskan í landinu fái tækifæri til að upplifan þann mikla galdur sem fram fer á leiksviðinu. Hvers konar stefna er það? Já, alveg rétt það er engin stefna í þessu ráðuneyti var búinn að gleyma því. Ég er bara alls ekki sáttur við gang mála í þessu efni og krefst þess að ráðuneytið geri veigamiklar breytingar en byrji samt á því að móta sér stefnu. Annars verður engin breyting. Það er engin sparnaður í því að skera niður í barnamenningu alveg einsog það er engin sparnaður í að skera niður í skólamálum. Ef þannig á að halda áfram þá þori ég ekki að spá í framtíðina. Ráðamenn setjist niður og forgangsraðið rétt. Eða viljum við ekki börnum okkar það besta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú svo sannarlega viljum við börnunum okkar það besta.  Við lásum alltaf fyrir börnin okkar og síðan barnabörnin,  góðar minningar um alla fjölskylduna upp í hjónarúmi og pabbinn las úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, svo var Selurinn Snorri líka mjög vinsæll, svo vinsæll að Skafti minn keypti hana til að lesa fyrir sín börn.  Þegar svo barnabörnin komu þá var það herramennirnir, Snúður og Snælda, Fríða og pabbarnir var líka afar vinsæl.

En ég á múmínbækurnar og hef sjálf lesið þær í spað.  Alltaf þegar mér fannst lífið sökka sökkti ég mér niður í þessa dásamlegu múmíndalsmenningu og fékk trúna á lífið aftur.

Það hefði verið meiri framtíðar sýn í því að byggja upp barnaleikhús, og sleppa Hörpunni.  Það er mín skoðun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2011 kl. 13:15

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já minningarnar í æsku eru þær verðmætustu ein af mínum uppáhaldsbókum var eftir vestfirska skáldið Njörð P Helgi skoðar heiminn sem er nýbúið að endurútgefa og hefur selst vel enda orðin klassík. Væri nú gaman að gera leikverk uppúr þeirri sögu. Já barnaleikhús væri sannarlega ástæða til að reisa þarf ekki að vera stórt - 100 krakka leikhús væri fín stærð.

Elfar Logi Hannesson, 20.5.2011 kl. 13:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, morrinn er fyrsta skrefið hér allavega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2011 kl. 15:40

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já Morrinn er gott dæmi um vel heppnaða barnamenningu þar sem börnin sjálf eru í hlutverki skemmtara það er líka mikilvægt að virkja það. Gaman að segja frá því að ég var einmitt að taka að mér að búa til lítið sumarleikhús á Þingeyri með krökkunum þar, boðið verður uppá sýningar á víkingasviðinu 5 daga vikunnar allan júlí - frumsýnt á Dýrafjarðardögum, verður að sjálfsögðu víkingaskotið stykki og verður sýnt á kvöldin. Og rúsínan frítt inn. Væri gaman að sjá svona verkefni um alla Vestfirði þar sem æskan á hverjum stað fyrir sig bíður uppá leikrit fyrir ferðamenn og heimamenn, þar sem æskan leikur sögu síns eigin fjarðar, staðar.

Elfar Logi Hannesson, 20.5.2011 kl. 16:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er glæsilegt að heyra.  Úlfur komst inn í Morran í ár, hann ræður sér ekki fyrir fögnuði.  Þetta er frábært og uppbyggjandi starf fyrir börn á viðkvæmasta aldri.  Ég er í raun á því að það ætti að vera leiklistarkennsla í öllum grunnskólum, þar væri hægt að taka á öllu sem miður fer og vinna með krökkunum á því sem hrjáir, feimni, einelti og bara hvað sem er.  uppbyggjandi og fyrirbyggjandi starf sem myndi skila sér afar vel inn í framtíðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2011 kl. 16:51

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bróðir minn Ljónshjarta er líka alveg einstök bók, þegar börnin fara að stækka.

Það er alveg dásamlegt að það skuli vera til fólk sem hefur virkilegan áhuga á að viðhalda og auka barnamenninguna, eins og þú Logi og fleiri.

Þessi skrif þín eru eins og ljósgeisli í öllu umræðuleysinu um barnaleikhús. Það er eins og enginn við stjórnvölinn skilji að menningin viðheldur, ja, við skulum kalla það sakleysi barnanna og gerir þau opin fyrir því jákvæða og uppbyggjandi, sem er forsenda þess að upp vaxi vel gerðir og hugsandi einstaklingar.

Það myndi örugglega fækka þeim unglingum sem lenda í allskyns vandræðum, ef undirstaðan væri menningarleg og sterk.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.5.2011 kl. 13:14

7 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

alveg rétt Beggó Bróðir minn ljónshjarta er á topp tíu lista bestu barnabókmennta allra tíma. Það er staðreynd að menning er góð forvörn og ekki veitir af að takast á við það stóra vandamál. Kastljósþátturinn með Jóa á föstudag var átakanlegur og það er bara fáranlegt hve stjórnvöld taka illa á vandanum ekki bara þessi heldur síðustu áratugi.

Elfar Logi Hannesson, 21.5.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband