Gaggað í Melrakkasetrinu Súðavík

Í kvöld, fimmtudag, hefjast sýningar að nýju á sagnastykkinu Gaggað í grjótinu í Melrakkasetrinu. Leikurinn var frumsýndur 16. júní í fyrra og var sýndur allt sumarið í Melrakkasetrinu við góðar undirtektir. Sérstakakt tilboð er á fyrstu sýningu sumarsins og kostar miðinn aðeins 1.000.- krónur alveg gaggandi góður prís. Alls eru áætlaðar sex sýningar á Gaggað í grjótinu í Melrakkasetrinu í Súðavík í sumar. Rétt er að geta þess að hópar geta einnig pantað sýninguna sérstaklega. Gaggað í grjótinu er fróðleg og skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.
Leikurinn er sérstaklega saminn fyrir Melrakkasetrið í Súðavík en þar er sögð saga refsins sem hefur lifað lengur en elstu menn muna.

Í Gaggað í grjótinu fáum við einstakt tækifæri til að bregða okkur á greni með ónefndri refaskyttu sem kallar ekki allt ömmu sína. Saga skyttunnar er nefnilega ekki síður merkileg en skolla sjálfs. Meðan skyttan liggur og vaktar grenið styttir hann sér stundir og segir sögur af sjálfum sér og öðrum refaskyttum. Ævintýrin sem skyttunar hafa lent í í viðureigninni við melrakkann eru kannski lygilegar eða hvað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband