Harpan flott að utan en að innan uuuuuuuuu............flugstöð

Familían skellti sér í Hörpuna í síðustu borgarferð einsog ég nefndi reyndar í síðasta bloggpári. Þá lentum við reyndar í því óhappi að fá stöðumælasekt þar sem það má ekki leggja fyrir framan höllina þó það sé hvergi merkt. Reyndar er það víst svo samkvæmt yfirdeild stöðumælamambósins þá hefur verið fjallað um þetta bílastæðabann svo mikið í fjölmiðlum að við íbúar þessa lands ættum nú að vita þetta - kannski ekki rétti aðilinn þar á bæ í svonefndum pr málum, en nóg um þetta. Ferðin í Hörpuna var samt ágæt og byrjaði mjög vel. Höllin er flott að utan mikið listaverk og á án efa eftir að verða vinsælt myndefni og Hörpupóstkort verða ábyggilega alveg jafnvinsæl og Geysir eða Gullfoss. Þegar inn er komið er samt ekkert voða næs. Gífurlega stórt gímald minnir mann soldið á flugstöð með verslunum á göngum og hellings pláss til að ganga um en fátt að sjá nema reyndar flott að horfa útum hina ótalmörgu glugga. En að innan fátt spennó að sjá. Þegar við vorum á leið út vorum við svo heppinn að hitta á vin okkar sem vinnur í húsinu og hann bauð okkur að kikka betur á pleisið. Fórum í stóra salinn, Eldborg, heitir hann það ekki? Og það er sko næs skal ég segja ykkur. Vel heppnaður salur með karakter og sál. Skrítið að salurinn hafi heppnast svona vel miðað við kuldalega og karakterslausa gangana - flugstöðvamambóið. Maður verður að setja það á stefnuskrána að fara á konsert þar en þegar ég geri það ætla ég bara að mæta rétt fyrir tónleika, arka í gegnum flugstöðina einsog maður er reyndar vanur að gera og njóta þess að sitja í sal með sál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þú hlýtur að hafa verið með einhverja fordómagrímu, aldrei þessu vant, minn kæri vin. Gleymdirðu nokkuð að líta upp. Allt sem komið er innan dyra, þ.e. húsið sjálft er stílhreint og öllum til stórsóma.

Ef þú gerir þér ferð aftur, líttu þá upp og skoðaðu glerlistaverkið í loftinu.

Mér finnst þetta allt stórkostlegt þó búðunum mætti sleppa.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.6.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

var alveg með opinn huga en hafði kannski gert mér of mikilar væntingar, ég mun fara þarna aftur og þá vonandi lúkkar þetta ekki eins kuldalega

Elfar Logi Hannesson, 14.6.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er svo hrifin af þessu öllu sem heild að ég gleymdi alveg að auðvitað má hverjum sýnast sitt.

Annars erum við á leiðinni Vestur, loksins, loksins eftir langa mæðu. Vonandi sjáumst við á Baununum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.6.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

sjáumst á Baunum og bestu óskir til leikskálds þjóðarinnar og til lukku með Grímuna, margverðskuldað

Elfar Logi Hannesson, 19.6.2011 kl. 13:58

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk Logi minn, hlökkum til að hitta ykkur!

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband