Menningin og mannlífið blómstrar á Þingeyri

Það hefur verið mikið líf og fjör í þorpinu Þingeyri við Dýrafjörð síðustu vikur. Um síðustu helgi fór fram hin árlega bæjarhátíð Dýrafjarðardagar með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla familíuna. Á mánudag hófst svo risastórt Norrænt handverknámskeið en alls tengjast 150 manns þessu námskeiði bæði nemendur og kennarar. Fjölbreytt námskeið í boði allt frá brúðugerð til eldsmíði og allt þar á milli. Lokadagur námskeiðsins er í dag og að sjálfsögðu verður gert mikið úr deginum. Í kvöld verður heljarmikil veisla á víkingasvæðinu þar sem grillaðir verða nokkrir skrokkar. Nýjasti leikhópur Vestfjarða Zurgur sýnir leikinn Dýri og félagar sem var einmitt frumsýnt á Dýarfjarðardögum og hefur verið sýnt nokkrum sinnum í vikunni við mjög góðar viðtökur. Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson verður einnig sýndur á Víkingasviðinu og svo eru nætur bjartar og aldrei að vita hvað gerist eftir það. Hellingur er framundan í menningunni í Dýrafirði nú í sumar og óhætt að taka undir með fornkappanum Vésteini:
Nú falla vötn öll til Dýarfjarðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott og örugglega glæsilegt að venju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2011 kl. 18:33

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ekkert vafamál Ásthildur. Logi er ódrepandi í að halda uppi listalífinu og fallegri menningu í landinu okkar, sem er þrátt fyrir ástandið í dag, besta land í heimi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband