Act alone hefst á morgun

Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin áttunda árið í röð núna um helgina á Ísafirði og í Arnarfirði. Að vanda er aðgangur að öllum sýningum hátíðarinnar ókeypis sem er nú bara einleikið. Fyrsta sýning Act alone 2011 fer fram á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar þar sem Prinsessan á Bessastöðum kemur í opinbera heimsókn í bæinn. Eftir það flyst dagskráin yfir í Edinborgarhúsið á Ísafirði þar sem félagar í Leikfélagi Flensborgarskóla sýna úrval stuttra einleikja. Að kvöldi föstudags verða tvær sýningar í boði. Fyrri sýningin kemur frá Noregi og nefnist The Whole Caboodle. Sýningin hefst kl.20 og verður flutt á ensku. Fyrsta degi Act alone 2011 lýkur með nýjasta einleik þjóðarinnar Skjaldbakan kl.22. Á laugardag verða þrjár sýningar í boði. Leikurinn hefst með dansverkinu Kyrrja kl.15. Tveimur tímum síðar veður opin æfing á einleik sem verður frumsýndur í haust og nefnist Hvílíkt snildarverk er maðurinn! Lokasýning laugardagsins er Mamma ég! sem verður kl.21 og eru allar sýningar dagsins í Edinborgarhúsinu. Á lokadegi Act alone flyst dagskráin yfir í Arnarfjörð nánar tiltekið á Hrafnseyri. Þar verða fluttir tveir leikir sem báðir tengjast þessum merka sögustað og höfuðbóli Vestfjarða. Fyrri leikurinn er Bjarni á Fönix sem verður sýndur kl.13.30 í kapellunni á Hrafnseyri. Act alone 2011 lýkur síðan með einleiknum Jón Sigurðsson strákur að vestan. Nánari upplýsingar um dagskrá Act alone má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net
Nú vita allir hvar þeir verða um helgina. Sjáumst í Einleikjabænum á Act alone 2011.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband