Vatnsfjarðaævintýr frumsýnt um helgina

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýjan einleik á morgun, laugardag kl.17, í Heydal. Um er að ræða verk þar sem fjallað er um fyrstu 400 árin í sögu Vatnsfjarðar við Djúp. Óhætt er að segja að saga staðarins sé um margt merkileg. Leikurinn hefst í landnámu þar sem sagt er frá þeim mikla smekkmanni er settist fyrstur að í Vatnsfirði. Svo er skautað áfram í tímann og fjallað um Sturlungaárin í fyrðinum en þar kemur við sögu hinn sérstaki kappi Þorvaldur Vatnsfirðingur. Sem var alveg örugglega ekki jafnaðarmaður heldur miklu frekar ójafnaðarmaður. Að lokum er röðin kominn að hinum mikla ævintýramanni Birni Einarssyni sem er betur þekktur undir gælunafninu Jórsalafari. Var hann víðförull mjög, höfðingi og valdsmaður en kunni þó að skemmta sér eigi sjaldnar en þrisvar í viku. Var hann með heila hirð í kringum sig og byggði upp mikið veldi í Vatnsfirði. Björn fór víða um heiminn ásamt eiginkonu sinni Sólveigu en hún var ein víðförlasta kona jarðinnnar á sínum tíma. Vatnsfjarðaævintýr er sérstaklega samið fyrir Inndjúps daga sem verða haldnir í fyrsta sinn núna um helgina í Heydal og víðar í Djúpinu. Má lesa nánar um festivalið hér

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=167789


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband