Slá Bílddælingar met í kvöld?

Aðsókn á sýningar Haustleikferðar Kómedíuleikhússins hafa verið af ýmsum stærðum og gerðum einsog gengur. Til þessa hafa flestir mætt á sýningu í þessari leikferð á Barðaströnd þar á eftir koma áhorfendur á Reykhólum og í gær var þessi líka fína mæting í Dunhaga á Tálknafirði. Í kvöld sýnir Kómedíuleikhúsið á Bíldudal nánartilekið á Vegamótum. Bílddælingar hafa verið miklir list og leiklistarunnendur í gegnum árin. Þar var fyrst sett upp leikrit 1894 og árið 1965 var stofnað Leikfélagið Baldur sem hefur starfað með miklum krafti síðustu áratuga. Stofnandi Kómedíuleikhússins, Elfar Logi, hóf einmitt leikferilinn með því sögufræga leikfélagi Baldri þá aðeins sex ára að aldri og síðan hefur ekki verið hægt að tosa hann af senunni. Það verður gaman að sjá hvort Bílddælingar setji áhorfenda met í Haustleikferð Kómedíuleikhússins í kvöld. Sýningin hefst að vanda kl.20 og verða sýndir tveir sögulegir leikir, Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Miðaverð er að vanda bara 1.900.-kr. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíuleikhússins eru sem hér segir:
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar
Þriðjudagur kl.20 Flateyri - Vagninn
Miðvikudagur kl.20 Suðureyri - Talisman
Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið

Framhald af Haustleikferð Kómedíu verður svo viku síðar í Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem sýnt verður í Jónshúsi fyrstu helgina í október.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband