Draugasögur ný Þjóðleg hljóðbók

Ný Þjóðleg hljóðbók, Draugasögur, kom út í dag, föstudag 14. október, kl.14.14. Það er einfalt að panta sendið okkur bara tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is og við sendum þér megnaðar Draugasögur á Þjóðlegri hljóðbók um hæl.

Draugasögur er áttunda Þjóðlega hljóðbókin sem Kómedíuleikhúsið gefur út. Hér er á ferðinni mögnuð útgáfa af rosalegum draugasögum úr íslensku þjóðsögunum fátt betra en að hlýða á svoddan nokkuð á þessum tíma ársins. Meðal sagna á Þjóðlegu hljóðbókinni Draugasögur má nefna: Móðir mín í kví kví, Skemmtilegt er myrkrið, Ábæjar-Skotta, Draugur tekur ofan, Fáðu mér höfuðskelina mína Gunna, Djákninn á Myrká ofl ofl. Þjóðlegu hljóðbækurnar hafa notið gífurlegra vinsælda enda er hér á ferðinni vönduð útgáfa á frábærum íslenskum sagnaarfi. Pantaðu þér Draugasögur strax í dag og stækkaðu Þjóðlega safnið þitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÚHÚ Hú!!!! draugur bankar á dyr...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband