Túnið - Listamannaíbúð á Ísafirði
17.10.2011 | 12:29
Nú er loksins komin upp sérstök lista- og fræðimannaíbúð í menningarbænum Ísafirði. Íbúðin er staðsett í Túngötu 17 í gömlu norsku húsi. Íbúðin er fullbúinn öllum húsgögnum og öðru sem nútímamaðurinn þarfnast. Lista- og fræðimenn allsstaðar af landinu geta sótt um dvöl í íbúðinni og geta nú þegar sótt um á umsóknareyðiblaðinu sem fylgir með þessari frétt. Íbúðin er leigð út í minnst eina viku og mest í einn mánuð í senn. Túnið er leigt út á tímabilinu október 2011 til og með apríl 2012. Leiguverði er stillt mjög í hóf aðeins 15.000.- krónur vikan. Allar nánari upplýsingar veitir Elfar Logi Hannesson, leikari, í síma 891 7025.
TÚNIÐ
LISTA- OG FRÆÐIMANNAÍBÚÐ Á ÍSAFIRÐI
TÚNGÖTU 17 400 ÍSAFJÖRÐUR
UMSÓKN
TÍMABIL Í BOÐI OKTÓBER 2011 APRÍL 2012
Nafn:_____________________________________________________
Heimilisfang: _____________________________________________
Sími: ____________________________________________________
Netfang: __________________________________________________
Ósk um dvöl tímabil, íbúðin leigist frá einni viku til eins mánaðar:
________________________________________________________________
Verð: Vikan kostar 15.000.- krónur og greiðist áður en leigutími hefst. Greiða skal inná reikning:
Reikningur: 0156 26 866
Kennitala: 151171 3899
Um íbúðina:
Er 73 fermetra íbúð í Túngötu 17 á Ísafirði. Íbúðin er fullbúinn húsgögnum s.s. eldavél, þvottavél, ísskáp, sjónvarpi og annað sem nútímamaðurinn þarfnast. Nettenging er á staðnum. Í íbúðinni er eitt stórt svefnherbergi með hjónarúmi og eitt lítið með rúmi, tvær stofur, eldhús og baðherbergi.
Vinnustofa:
Umsækjendur hafa einnig möguleika á að fá sérstaka vinnuaðstöðu í Listakaupstað á Ísafirði gegn vægu gjaldi.
Umsókn skal senda rafrænt á netfangið:
komedia@komedia.is
Elfar Logi og Billa. Sími: 8917025
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.