Opnunarhátíð Listakaupstaðar
21.10.2011 | 09:33
Það er stór dagur í menningunni á Ísafirði á morgun en þá verður Listakaupstaður formlega opnaður. Þetta apparat Listakaupstaður er hús einyrkja í listinni á Ísó og hús tækifæranna. Opnunarhátíð Listakaupstaðar verður á laugardag kl.13. -16. Þar verður starfsemin kynnt, vinnustofur verða opnar og sýnd verða brot úr tónlistarþættinum Heyrðu mig nú eftir Fjölni Baldursson en þættirnir voru einmitt gerðir í Listakaupstað. Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, er með starfsstöð í Listakaupstað og mun á opnunarhátíðinni sýna brot úr leikritinu Jón Sigurðsson strákur að vestan. Óvæntar tónlistaruppákomur verða og margt fleira óvænt og spennandi. Enn eru nokkrar vinnustofur lausar í Listakaupstað og því um að gera að fjölmenna á laugardag og kynna sér starfsemina. Kaffi á könnunni, brauð með púðusykri og fleira gott.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.