Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt á Þingeyri í kvöld

Leikdeild Höfrungs á Þingeyri frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Höfrungur á leiksviði í kvöld. Sýnt verður í Félagsheimilinu á Þingeyri og hefst sýningin kl.20. Miðaverð er aðeins tvö þúsund krónur, posi á staðnum og miðasölusíminn ávallt á vaktinni í síma: 848 4055. Leikritið Höfrungur á leiksviði fjallar um íþróttamenningu í Dýrafirði en rætur íþróttarinnar eru langar og í raun endalausar. Skipulagðar íþróttaæfingar fóru fyrst fram árið 1885 og árið 1904 var síðan Íþróttafélagið Höfrungur stofnað. Félagið hefur starfað ötulega allar götur síðan og er með elstu starfandi íþróttafélaga í dag. Gaman að segja frá því að félagið er ekki bara í sportinu því þau standa einnig fyrir fjölbreyttu menningarlífi og hafa sannarlega ,,puntað vel uppá menningarlífið" í gegnum áratugina. Félagið stendur m.a. fyrir árlegri söngvarakeppni á fæðingardegi Nonna Sig, eru bæði jólaball og Þrettándagleði og síðast en ekki síst hafa þau verið að setja upp leiksýningar með miklum bravúr. Aðeins verða fjórar sýningar á leikritinu Höfrungur á leiksviði og því um að gera að líta á dagatalið og velja sér sýningu. Frumsýningin er í kvöld einsog áður var getið og hefst kl.20. Önnur sýning verður á sunnudag kl.20, þriðja sýning fimmtudaginn 10. nóvember og lokasýningin verður á Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember kl.20. Höfrungur á leiksviði er sportlegt og skemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband