Höfrungur á leiksviði á degi Jónasar
16.11.2011 | 12:26
Lokasýning á gamanleikstykkinu Höfrungur á leiksviði er í kvöld á degi Jónasar Hallgrímssonar - Degi íslenskrar tungu. Leikurinn er sýndur í Félagsheimilinu á Þingeyri og hefst kl.20 í kvöld. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr og miðasölusíminn er 848 4055. Leikritið Höfrungur á leiksviði hefur verið sýnt á Þingeyri við miklar og góðar viðtökur enda er hér um að ræða sportlegt og skemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna. Höfundur og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson en alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni auk þess starfa margir á bakvið tjöldin. Höfrungur á leiksviði fjallar um upphaf íþróttaiðkunnar á Þingeyri sem hófst strax í lok nítjándu aldar. Seinna var svo stofnað íþróttafélagið Höfrungur sem er með elstu starfandi sportfélaga landsins. En lífið er ekki bara íþróttir því félagið kemur að mörgum frábærum málum á Þingeyri og hefur heldur betur puntað uppá menningar- og mannlífið á Þingeyri síðustu 107 árin. Enn er félagið í fullum blóma og hefur nú haslað sér völl á leiksviðinu síðustu ár með frábærum árangri.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.