Forsala á Bjálfansbarnið og bræður hans
17.11.2011 | 15:31
Jólin koma, jólin koma, já bara alveg rétt bráðum. Hvað er betra en að stytta biðina með því að bregða sér á sannkallað jólaævintýri. Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt jólaleikrit Bjálfansbarnið og bræður hans laugardaginn 26. nóvember í Listakaupstað á Ísafirði. Hér er á ferðinni ævintýralegt jólaleikrit um vestfirsku jólasveinana sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meir. Það má því búast við miklu ævintýri þegar þessir kappar snúa aftur og munu örugglega, að hætti jólasveina mála bæinn rauðann. Bjálfansbarnið og bræður hans verður fyrst sýnt síðustu helgina í nóvember og eftir það allar helgar í desember. Sérstök jóla- og hátíðasýning verður milli jóla og nýárs þann 30. desember. Forsala á allar sýningar hefst í dag kl.14.14 í Vestfirzku verzlunni á Ísafirði. Miðaverðið er sannkallað jólaverð aðeins 1.900.- kr.
Allir í leikhús fyrir jólin.
Allir í leikhús fyrir jólin.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.