Bjálfansbarnið slær í gegn

Nýjasta sýning Kómedíuleikhússins jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur sannarlega fengið frábærar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur fyrir fullu húsi um síðustu helgi í Listakaupstað á Ísafirði. Nú þegar er orðið uppselt á næstu sýningu sem er á laugardag en ennþá eru laus sæti á sýninguna á sunnudag. Forsala aðgöngumiða fer fram í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og í miðasölusíma Kómedíu 891 7025. Bjálfansbarnið verður sýnt allar helgar fram að jólum og einnig verður sérstök hátíðarsýning föstudaginn 30. desember kl.17 og stendur miðasala yfir á allar sýningar. Á vef Bæjarins besta bb.is í dag er birtur mjög lofsamlegur dómur um Bjálfansbarnið og bræður hans og má lesa gagnrýnina hér www.bb.is/Pages/26?NewsID=171715

Nú er bara að panta sér miða í tíma á Bjálfansbarnið og bræður hans í Listakaupstað á Ísafirði enda fátt skemmtilegra en að bregða sér í leikhús fyrir jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verður ekki örugglega sýning eftir 8. des?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 16:37

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

jú það eru sýningar

Lau 9

Sun 10

Lau 17

Sun 18 og svo 30 des er lokasýning

Elfar Logi Hannesson, 30.11.2011 kl. 17:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært þá kemst ég á leiksýningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband