Vestfirska leikárið 2011 - 2012

Kynningarbæklingurinn Vestfirska leikárið 2011 - 2012 er kominn út og hefur þegar verið dreift inná öll heimili á Vestfjörðum. Þetta er þriðja árið í röð sem leikhús og leikfélög á Vestfjörðum sameinast um að kynna leikárið í sameiningu. Enda miklu betra að gera hlutina saman en hver sé að pukrast í sínu horni. Menningarráð Vestfjarða styrkir útgáfuna með rausnarlegu framlagi og gerir útgáfuna mögulega. Það ánægulega er að leikhúslífið á Vestfjörðum er í mikilli sókn þessi misseri og leikfélögum fjölgar frá fyrra leikári. Þeir sem kynna sig í Vestfirska leikárinu 2011 - 2012 eru Act alone, Kómedíuleikhúsið, Litli leikklúbburinn og Vestfirska skemmtifélagið á Ísafirði, Leikfélag Bolungarvíkur, Höfrungur leikdeild á Þingeyri og Leikfélag Patreksfjarðar. Vestfirska leikárið er sannarlega fjölbreytt og freistandi. Kómedíuleikhúsið frumsýnir þrjú ný íslensk verk, Bjálfansbarnið og bræður hans, Skáldið á Þröm og Listamaðurinn með barnshjartað. Litli leikklúbburinn býður uppá Dampskipið Ísland, Leikfélag Bolungarvíkur sýnir farsann Að eilífu, Höfrungur er með íþróttaleikrit Höfrungur á leiksviði, Leikfélag Patreksfjarðar er með Tíu þjónar og einn í sal og nýjasta leikhús Vestfjarða verður með leik- og söngvasjóvið Vestfirsku dægurlögin. Síðast en ekki síst verður Act alone leiklistarhátíðin haldin níunda árið í röð á Ísafirði og Suðureyri í ágúst. Blómin vaxa vel í hinu Vestfirska leikhúsi og við hlökkum til að hitta landsmenn alla í leikhúsum Vestfjarða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband