Vestfirska list í jólapakkann

Hvernig væri að gefa eitthvað einstakt fyrir þessi jól? Ekki hlutabréf nei heldur miklu frekar eitthvað sem er alvöru ávöxtun í. Svarið er vestfirsk list. Úrvalið er sérlega glæsilegt og fjölbreytt enda mikill kraftur í vestfirskum listum og listamönnum Vestfjarða. Myndlistarmenn eru margir og fást mörg frábær verk í Rammagerðin á Ísafirði og það er alveg staðreynd að myndverk falla aldrei í verði. Eða kannski að gefa tónlist það er fátt betra en að hlusta á flotta músík og þar er úrvalið geðveikt flott og mikið. Hin frábæra verzlun Vestfirzka verzlunin er með stærsta úrval landsins af vestfirskri tónlist Skúli Mennski, Mugison, BG, Jón Kr, Villi Valli já listinn er endalaus. Í sömu verzlun getur þú líka verzlað bækur sem eru sígildar jólagjafir. Úrvalið af bókunum er mikið öll útgáfa Vestfirska forlagsins auk ýmissa bóka frá öðrum vestfirskum útgefendum og einyrkjum. Hljóðbókin er í mikilli sókn og þá er rétt að benda á Þjóðlegu hljóðbækurnar sem Kómedíuleikhúsið á Ísafirði gefur út. Þjóðlegu hljóðbækurnar eru alls átta og eru m.a. Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum, Bakkabræður og kímnisögur, Þjóðsögur frá Súðavík og sú nýjasta Draugasögur. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást í Vestfirzku verzluninni og í verzlunum um land allt. Einnig hægt að panta beint frá útgáfubónda www.komedia.is Leikhúslíf á Vestfjörðum er í miklum ham og það væri mjög sneddý að gefa t.d. gjafabréf á sýningar Kómedíuleikhússins. Jólagjöfin í ár er sannarlega Vestfirsk list.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband