Ert þú í Félagi vestfirskra listamanna?

Hið unga en duglega Félag vestfirskra listamanna er enn á fyrsta ári og vill gjarnan fá enn fleiri í hópinn. Félagið var stofnað síðasta vor á Listamannaþingi Vestfjarða sem haldið var í Listakaupstað. Fyrsta verkefni félagsins var að gefa út sérstakt kynningarrit um sína félagsmenn. Ráðist var í veglega útgáfu á tímariti sem fékk heitið List á Vestfjörðum. Tímaritinu var dreift inná öll heimili á Vestfjörðum og hefur einnig verið dreift á hinum ýmsustu stöðum á landsbyggðinni sem og í Reykjavík. Óhætt er að segja að tímaritinu hafi verið vel tekið enda er hér á ferðinni mjög vönduð útgáfa sem er sannarlega komin til að vera. Tímaritið List á Vestfjörðum kemur næst út núna í haust og verður dreift sem víðast um landið. 100 félagar eru núna skráðir í Félag vestfirskra listamanna en rétt er að geta þess að allir geta gengið í félagið. Bæði listamenn, félög, fyrirtæki og bara allir þeir sem vilja styrkja og efla vestfirska list og listamenn. Árgjald í FVL er 2000.- kr á einstakling en 3.000.- kr fyrir félög og fyrirtæki. Skráningar skal senda á netfangið komedia@komedia.is
Stefnt er að því að halda aðalfund Félags vestfirskra listamanna laugardaginn 12. maí einhversstaðar á Vestfjörðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband